Saturday, November 3, 2012

Gulrótakúlur (hráar)

Yndislegar litlar hráar kúlur sem minna helst á gulrótarkökur. Algjört sælgæti en samt hollt.  Uppistaðan í kúlunum ásamt gulrótum eru möndlur.  Möndlur eru afskaplega próteinríkar og eru ríkar m.a. af E vítamínum, magnesium og járni.  Þær innihalda líka mikið magn af kalki og eru einn besti kalkgjafinn úr jurtaríkinu og því kjörnar fyrir þá sem ekki neyta mjólkurafurða.  Þær eru einnig ríkar af omega 3 fitusýrum.  Möndlur eru orkuríkar og því tilvaldar fyrir t.d. hlaupara og annað íþróttafólk.  Nú eða bara sem nammi :)



3/4 bolli möndlur
6-8 döðlur (ég nota stórar mjúkar), gott að bleyta aðeins í volgu vatni áður
1/3 bolli kókosflögur (má líka nota kókosmjöl)
2 meðalstórar gulrætur rifnar
1/2 msk kanill
1/4 tsk negull
nokkur korn mulið sjávarsalt
4 msk kókosmjólk (má nota kókosolíu líka, mér finnst best að nota hvoru tveggja)

Möndlurnar eru malaðar í mjöl í matvinnsluvél.  Fjarlægja mjölið úr skálinni.  Vinna döðlur og kókosflögur í gott mauk í matvinnsluvélinni.  Ef þarf er hægt að bæta aðeins kókosmjólk út í eða olíu.
Bæta möndlumjölinu aftur út í ásamt kryddi og gulrótum.  Blanda vel saman.  Bæta við kókosmjólk eða kókosolíu eftir þörfum.
Móta litlar kúlur og geyma þær í kæli.

No comments:

Post a Comment