Thursday, November 29, 2012

Möndlubiscotti með súkkulaði og appelsínukeim

Mér finnast biscotti kökur alltaf jafn góðar.  Þær eru sérstaklega góðar hvort sem er með kaffi eða te, ekki of sætar en samt með örlitlum sætum keim oft nóg til að slökkva á sætindaþörfinni.  Biscotti kökur eru almennt séð ekki svo óhollar og auðvelt er að breyta flestum biscotti uppskriftum til hins betra.  Aðalmálið er hvíta hveitið og hvíti sykurinn fari út og setja inn hollara hráefni í staðin. Biscotti innihalda yfirleitt ekki mikla olíu, en mikilvægt er að huga að því að sú olía sem notuð er sé sem minnst unnin.
Hér kemur nokkuð einföld og góð uppskrift, sem ég nota sem grunnuppskrift en auðvelt er t.d. að skipta út hnetutegund, bæta við kryddi eða hvað það er sem hugurinn girnist.



2 bollar gróft spelt eða glúteinlaust mjöl að eigin vali
2/3 bolli kókossykur eða pálmasykur
1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/4 tsk salt
1 tsk vanilluduft, hreint
3 egg
2 msk kókosolía
1/3 bolli gróft saxaðar möndlur
50 g smátt saxað dökkt súkkulaði
2 msk rifinn appelsínubörkur

Blanda saman þurrefnum í eina skál.  Setja egg og kókosolíu (fljótandi) í aðra skál og píska vel saman.  Blanda eggjablöndunni saman við þurrefnin, blanda vel saman og hnoða svo saman á borði.  Skipta deiginu í tvennt og gera tvær lengjur, hvor um 5-6 cm breið og 2-3 cm þykk (hjá mér varð lengdin ca. 15-18 cm).  Setja lengjurnar á pappírsklædda plötu og inn í ofn.  Bakað í 25-28 mínútur við 165°.  Taka þá lengjurnar út og leyfa þeim að kólna í ca. 10-15 mínútur. Lækka í ofninum niður í 150°.  Skera þær þá í sneiðar ca. 1 1/2 -2 cm þykkar.  Leggja sneiðarnar á bökunarplötu og baka í 10-12 mínútur (við 150°).  Taka aftur úr ofninum og leyfa þeim að kólna og storkna aðeins á plötunni.

No comments:

Post a Comment