Wednesday, November 14, 2012

Muffins með höfrum og rúsínum

Muffins þurfa ekki alltaf að vera dísætar og sykurhúðaðar til að vera góðar.  Oftast er auðvelt að breyta gömlu uppskriftunum og minka sykurmagnið eða jafnvel breyta um sætuefni, eins má skipta út hveiti fyrir spelt eða jafnvel eitthvað annað.  Þetta er gömul uppskrift sem ég átti í fórum mínum sem ég er búin að breyta aðeins og hollustuvæða.  Þessar muffins verða ekki of sætar og mér finnst þær bestar volgar með smjöri og osti, en þær eru líka fínar án þess.  Þær geymast líka ágætlega í frysti.



1 1/2 bolli vatn
1 1/2 bolli hafrar helst tröllahafrar
120 g smjör
2 egg þeytt
1/2 bolli hunang (ég nota aðeins minna hunang en bæti aðeins við rúsínurnar í staðin)
1 tsk salt
1 tsk kanill
1 1/2 tsk natrón
1 1/2 tsk vanilluduft
1 bolli gróft spelt
1 bolli rúsínur

Hita vatnið að suðu og bæta höfrum út í.  Láta standa í 2-3 mínútur.  Bæta smjöri út í bræða það í hafrablöndunni og hræra í á meðan.  Leyfa blöndunni að kólna í stutta stund. Bæta hunangi út í og blanda vel saman. Þeyta eggin og blanda saman við.  Bæta svo öllum þurrefnum saman við og blanda vel. Að lokum eru rúsínurnar settar út í.  Skella þessu í muffinsform.  Baka við 170° í ca. 20 mínútur.

No comments:

Post a Comment