Wednesday, November 21, 2012

Kjúklingur í kryddaðri ávaxtasósu

Já passið ykkur... það kemur svo yndislega góð lykt í kotið þegar þessi réttur er í pottinum. Í huganum er maður kominn til fjarlægra landa.  Rétturinn er sætur á bragðið með góðum kryddkeim.  Sæta bragðið kemur hins vegar eingöngu frá ávöxtunum þurrkuðum og ferskum.  Enginn sykur eða sætuefni eru notuð eins og svo oft í svipaða rétti.



1 rauðlaukur smátt skorinn
4 hvítlauksrif marin
2 msk kókosolía

salt
pipar
1-11/2 tsk garam masala
1-11/2 tsk paprikuduft
1 tsk túrmerik

4-6 kjúklingabringur skornar í bita

Mýkja lauk og hvítlauk aðeins í olíunni.  Setja kryddin á pönnuna og hræra vel.  Kjúklingabitum bætt við og brúnaðir í kryddblöndunni.  

1 dós kókosmjólk
1 bolli þurrkaðir ávextir, gróflega skornir. Mér finnst best að nota döðlur í grunninn en bæta svo í aprikósum eða rúsínum.
1 mangó vel þroskað skorið í bita
1 epli skorið í bita
1 persimon (khaki) smátt skorið (má sleppa)
1 dl kasjú hnetur (má sleppa)

Hella kókosmjólk yfir kjúklinginn ásamt ávöxtunum.  Leyfa þessu að malla dáldið vel eða í ca. 20 mínútur. Sósan þykknar og dökknar eftir því sem þetta sýður lengur.  
Svo er bara að smakka til og bæta við kryddi eftir þörfum.  

Bera fram t.d. með sætri kartöflumús og góðu salati.  


No comments:

Post a Comment