Tuesday, October 11, 2011

Bananabrauð - bara enn hollara

Hver elskar ekki bananabrauð.  Ég tala nú ekki um þegar búið er að losa sig við sykurinn og hvíta hveitið.  Þá þarf ekkert samviskubit að hafa yfir því að fá sér aukasneið.  Þegar þetta er bakað á heimilinu hjá mér, þá er það vinsælt í nestisboxið og klárast yfirleitt fljótt.  Svo er þetta svo einfalt og fljótlegt.

2 bollar gróft spelt
2 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk natron
1/4 tsk salt (sjávarsalt)
2 stórir og mjúkir bananar
1 tsk kanill

Bananar stappaðir gróflega.  Svo er bara öllu blandað saman í skál.  Sett í brauðform og bakað við 200° í 40-60 mín. eða þar til brauðið hefur tekið fallegan lit.  Það er líka gott að bæta pínu döðlum við deigið og jafnvel einhverjum fræjum.

No comments:

Post a Comment