Wednesday, October 5, 2011

Ofnbakað rótargrænmeti með hvítlauk og engifer

Æ maður verður stundum svo hugmyndasnauður þegar kemur að meðlæti með matnum.  Þennan rétt geri ég í öllum mögulegum útfærslum bara eftir því hvað er til í ísskápnum hverju sinni.  Stundum nota ég afganginn sem nesti í vinnuna daginn eftir.  Enda er þetta allt svo rosalega hollt. 

1 sæt kartafla
1 laukur eða rauðlaukur
4-5 gulrætur
1 rófa
kókosolía
engifer rifið
hvítlaukur pressaður
timian
pipar nýmalaður
maldon salt

Svo má auðvitað skella ýmsu öðru með s.s. sveppum, kartöflum og steinseljurót.  Grænmetið er allt skorið í bita og sett í eldfast mót.  Set svo smá kókosolíu yfir eða ólífuolíu.  Ríf smá engifer og set yfir og pressaðan hvítlauk.  Krydda með timian (stundum rosmarin), pipar og maldon salti stráð yfir.  Set þetta í ofninn á 190° í svona 45 mín, eða þar til allt er orðið vel mjúkt og crispy.  Þetta passar mjög vel með flestum kjötréttum og jafnvel með fisk.

No comments:

Post a Comment