Tuesday, October 11, 2011

Frískur og hreinsandi Sunrise

Þessi drykkur er bara æði.  Held að ég hafi fengið grunnuppskriftina af honum á síðunni hjá heilsukokkinum.  Ég tók nokkra svona "detox daga" hér fyrr í haust, þá kom þessi uppskrift að góðum notum.  Vatnsmelónur eru mjög vatnslosandi og innihalda jafnframt efni sem heitir lysopene og er talið vinna á fyrirbyggjandi hátt gegn krabbameini.  Mér finnst mjög gott að fá mér svona hressandi og litríkan kokteil á kvöldin, sérstaklega ef maður er búin að vera að svindla á mataræðinu.



1/4 meðalstór vatnsmelóna
appelsínusafi (lífrænn úr fernum eða ferskar)
smá rifinn engifer
6-8 frosin jarðaber

Setja rauða kjötið úr melónunni í blandara ásamt frosnum jarðaberjum og smá af rifnum engifer.  Smekksatriði hversu mikið á að setja af engiferinu.  Ég set bara örlítið til að byrja með.  Svo er bara að blanda þessu vel saman.  Hella svo rauða gumsinu í 2-3 há glös.  Glösin eiga að vera um það bil hálffull.  Svo er að fylla upp í glösin með appelsínusafa, þá sest hann á botninn á glasinu svo að það kemur svona skemmtilega litaáferð.  Það má auðvitað bæta við þetta klökum líka.

No comments:

Post a Comment