Tuesday, October 4, 2011

Hollt og gott hrökkkex

Eitt af því sem mér fannst erfiðast við að taka mataræðið svona í gegn hjá mér var að ég hætti að borða brauð og kex og fleira sem að veitti manni ákveðna fyllingu í magann.  Þess vegna var ég voða glöð að muna eftir þessari uppskrift sem að kom frá mömmu.  Það var ekkert í þessari uppskrift sem var á bannlistanum hjá mér og hún inniheldur fullt af hollum og góðum fræjum.  Það er líka ástæðulaust að kaupa svona kex dýrum dómum út í búð þegar það er miklu betra og ódýrara að búa það til sjálfur.  Hrökkkexið er gott eitt og sér en bragðast líka vel með t.d. sykurlausum sultum.  Ég skelli hérna inn líka fljótlega uppskrift af sykurlausri bláberjasultu.

1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl ólífuolía
2 dl vatn
2 tsk vínsteinslyftiduft (eða 1 tsk venjulegt lyftiduft)
1 tsk maldonsalt

Öllum hráefnum er hnoðað saman. Ég bæti vatninu út í smá saman því deigið verður dáldið blautt.  Deigið er þá flatt út á milli tveggja arka af smjörpappír.  Smekksatriðið hvað þú vilt hafa þetta þykkt.  Ég hef það frekar þunnt.  Bakað í ofni við 200° í 12-15 mínútur (fer eftir þykkt).  Það er líka hægt að setja rifinn ost ofan á áður en þetta fer í ofninn.  Geymist best í opnu boxi.

1 comment:

  1. Þetta er pínu skrýtið, er núna með blauta fræblöndu í skál og þori ekki að bæta vatninu út í því þá verður þetta bara fræsúpa með vatni :)

    ReplyDelete